Gamalt en gott

Atmosphere
Godlovesugly
[RhymeSayers 2002]

godlovesuglyAtmosphere er frá Minneapolis og samanstendur af taktmeistaranum Ant og rapparanum Slug. Slug er brautryðjandi í því sem kallast indí-hiphopp og hann veit af því. Hann er af mörgum kallaður kyntákn hiphoppsins og finnst það frekar fyndið og býr þess vegna til þessa ádeilu um hvað sé ljótt í heiminum. Godlovesugly er þriðja plata Atmosphere og þó hún sé ekki eins mögnuð og fyrsta platan þeirra Lucy Ford þá er Slug að ná algjöru valdi á sínum stíl og hann mun hafa áhrif. 

Platan samanstendur af 18 lögum. Hún byrjar á litlum stelpum segjandi “you´re so ugly” og það liggur við að Ant ofnoti þessa litlu leikþætti um almennan ljótleika. Þetta er persónuleg plata og í staðinn fyrir að rappa um byssur rappar Slug um vandamál í samböndum sínum við grúppíur og kærustur. Lucy á ennþá smá hlutverk í lífi hans og lagið F*@ck you Lucy er með ljúfri laglínu en mjög hörðum texta eins og nafnið gefur til kynna. “I wanna say fuck you because I still love you/ No, I'm not okay, and I don't know what to do”. Slug virkar mjög reiður í gegnum alla plötuna en það er samt stutt í hæðnistóninn og þá koma þessir litlu leikþættir inn ... ”You waiting for slug? Oh my god, he is so ugly!” Ant er frábær lagasmiður og á hverja snilldina á fætur annarri á Godlovesugly og er platan í heildina áhrifaríkt ferðalag í gegnum tónlistarsöguna og tilfinningaskala Slug. Í laginu Hair fær maður frábæra sýn á hiphoppheiminn og Slug reynir að sannfæra hlustandann um að rapparar eiga ekki grúppíur og að hann sé í rauninni ekkert æði en svo í langbesta lagi plötu plötunnar Modern Man's Hustle er hann orðinn kyntáknið aftur. Viðlagið er eitt það skemmtilegasta og virkar enn í dag fimm árum eftir útgáfu plötunnar. Þetta er plata sem ég hélt að myndi slá aðeins betur í gegn en hún gerði og er Slug ennþá undirheimaindírappari en núna með fleiri plötur undir beltinu. 

myspace

rhymesayers


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband