Brakes
Give Blood
Brakes saman stendur af þeim Eamon Hamilton (gítar og söngur) Marc Beatty (bassi) Alex White (trommur) og Tom White (gítar) Bandið var stofnað 2002 en á þeim tíma voru þeir allir í öðrum hljómsveitum á meðan þeir voru að koma fram sem Brakes.
Árið 2002 spilaði Eamon á Grand Rokk við undirleik Georgs og Orra úr Sigur Rós. Þau lög komu svo seinna út á plötu Brakes ,Give Blood. Eamon var þá einnig í British Sea power, en vegna mikilla anna beggja hljómsveita varð hann að gera upp hug sinn í hvoru bandinu hann vildi vera og varð Brakes fyrir valinu. Sem er kannski ekki furða því Eamon er forsprakki Brakes en kom einungis inn í British Sea Power seinna á þeirra ferli.Ég fór fyrst að fylgjast með þessum drengjum og þá aðalega Eamon árið 2000 þegar ég sá hann spila í lítilli barholu í Brighton, sem varð eftir það ein af mínum uppáhalds hljómsveitum, Brighter Lunch, sem því miður leystist upp vegna ólíkra áætlana hljómsveitarmeðlima. En frá þeim tíma hef ég fylgst með ferðalagi hans í frumskógi tónlistarbransans. Hann hefur svo sannarlega staðið undir væntingum því Brakes er undraverð, hrá og hreinskilin eðal grúppa. Þeir hljóma eins og ekkert annað en þeir sjálfir, sem er sjaldgæft þessa dagana og er líklega vegna þess að þeir eru ekkert að fínpússa neitt og koma til dyrana naktir ef þannig stendur á hjá þeim.
Give Blood var tekin upp og hljóðblönduð í Nashville á einni viku!! Sem er kannski ekki frásögur færandi þar sem fyrri plata þeirra Beatific Vicions var tekin upp og fullgerð á EINUM degi og var það ekki að vefjast fyrir þeim þar sem þeir þekktu lögin sín inn og út eftir 18 mánaða stanslausan túr. Það eina sem þurfti að taka upp aftur var kjöltugítarinn eða á góðri ensku, lap-steel.
Give Blood er 16 laga plata stútfull af kántrískotnu pönki þar sem húmor og drama í texta og tónsmíði blandast saman á óskiljanlega ánægulegan máta.Lagið NY pie er hreint og beint kántrílag með svo gleðilegum takti og hlægilegum texta að manni er farið að verkja í kinnarna og hossa sér ósjálfrátt í sætinu.Pick up the phone er hugsanlega stysta lag rock sögunnar, aðeins 30sek af pirring....afhverju í fjandanum geturu ekki svarað símanum!! I can´t stand to stand beside you, þá eru Brakes menn að sýna á sér aðeins myrkari hlið, harðari taktur og meira pönk. Sumt fólk er bara ógeðslegt og siðblint!!You´ll always have a place to stay nær fullkomnlega rólegri eftirpartý stemmingu sem er að líða undir lok... /we´ll go out drinking, taking cocain/ try to forget/ get high to forget/we´ll go out dansing somewhere underground..../You´ll always have a place to stay
Það er ekki nokkur leið að ákveða í hvaða skapi maður er í þessar 28.8 mínútur af hlustun. Þessi plata kítlar geðklofann í okkur öllum.
ST
Tónlist | 7.5.2007 | 16:07 (breytt kl. 16:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Baxter
Baxter
[Maverick 1998]
Hljómsveitina Baxter skipa Ricky Tillblad, Carl Herlöfsson og Nina Ramsby en þau komu eiginlega saman af tilviljun í kringum ´96-7. Ricky var einhver mega pródúsent og grafískur hönnuður sem rak sitt eigið fyrirtæki F+. Dag einn byrjar Nina að vinna hjá honum til að borga fyrir áhugamálið sitt sem er náttúrulega tónlist. Nokkru seinna byrja þau eitthvað að draga sig saman og semja tónlist í frítímanum. Svo hittir Ricky Carl og þeir fara í samstarf sem verður að Electic Bob sem gerði instrúmental drum&bass fyrir Primal Music. Svo þegar Carl og Nina hittast loksins verður Baxter til. Ári seinna eru þau búin að taka upp plötuna Baxter, gefa út hjá Primal í Evrópu en Maverick Recording Co. sem Madonna á gaf þau út í Bandaríkjunum. Tónlistin er ljúft og huggulegt stelpu drum&bass. Svolítið melónkólískir textar, fullt af strengjum og Nina syngur með mikilli tilfinningu og yndislegheitum.
Á plötunni eru 10 lög og heitir það fyrsta Television en það er nýjasta smáskífan þeirra. I wish I´d woke up, when you were sad. Fyndið hvað er hægt að gera ljúfa tónlist með svona hröðum takti .það er hreint ótrúlegt að þetta skyldi vera frumburður hljómsveitarinnar. Næsta lag er uppáhalds lagið mitt Fading. I would be anything without you, I could turn up being someone else and almost everything that needs to will be done. Laglínurnar eru snilld, bassinn og strengirnir halda utan um lagið og í bakrunni heyrum við smá trompet en maður skilgreinir það sam ekki fyrr en við 3 hlustun. Ég hef aldrei heyrt klassísk hljóðfæri blandast svona vel við raftóna. Lag númer 3 er mjög stelpulegt og tilvalið í spilarann þegar maður er sorgmæddur eða bara á túr og heitir Love Again. I need a friend, I need you. Næsta lag er einnig alveg sérstaklega flott. Það heitir I Cant See Why en það er fyrsta smáskífan af plötunni. I would be so glad if you could tell me why I don´t fit in. Þetta eru tilfinningar sem við könnumst án efa öll við og er skemmtileg tilbreyting við r&b og rapptextana sem fjalla um hvað söngvarinn sé ýkt böst æði. Ballad of Behaviour er næsta lag. Ég hef aldrei heyrt neitt líkt þessari tónlist. Það er greinilegt að þarna eru á ferð gamalreyndir tónlistarmenn. Enn og aftur fjallar textinn um óákveðna og óörugga stúlkukind. Seems that I need you, seems that I do .seems I could call you, seems that I could. Wish I could tell you what it´s like, I havent been here in many years I haven´t thought of you like this, I haven´t been here in many years. Ég viss um að margir hafa gengið í gegnum þetta og mér finnst þetta æði. Political er krúttlegt en jafnframt eitt harðasta lagið. Þarna er litla stúlkukindin orðin svolítið örugg, búin að fatta að gæjinn er ekkert eins æðislegur og í byrjun. You will follow me to the end, you will see ..me. Taktarnir eru massakúl sem endranær og ég held að þau noti gamla farfísu eða eitthvað álíka og það kemur alveg einstaklega vel út. Síðustu fjögur lögin eru heldur keimlík en Possible og Oh My Love standa upp úr sem rómantísk melankólíulög. Oh My Love hefur píanó undirspil sem gefur því aðeins dýpri blæ en farfísan áður á plötunni. Sorgin lokar disknum, Grief is a burden I can rely on.
Eins og þið eruð örugglega búin að fatta þá er þetta engin partýtónlist. Þetta er tónlist sem æðislegt er að hlusta á eftir rifrildi, ástarsorg, í rigningu og veseni. Við lendum öll í veseni. Róleg, falleg, yfirveguð og heillandi drum&bass tónlist er það besta í heimi.
eó
Tónlist | 26.3.2007 | 09:54 (breytt 27.3.2007 kl. 09:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Godlovesugly
[RhymeSayers 2002]
Atmosphere er frá Minneapolis og samanstendur af taktmeistaranum Ant og rapparanum Slug. Slug er brautryðjandi í því sem kallast indí-hiphopp og hann veit af því. Hann er af mörgum kallaður kyntákn hiphoppsins og finnst það frekar fyndið og býr þess vegna til þessa ádeilu um hvað sé ljótt í heiminum. Godlovesugly er þriðja plata Atmosphere og þó hún sé ekki eins mögnuð og fyrsta platan þeirra Lucy Ford þá er Slug að ná algjöru valdi á sínum stíl og hann mun hafa áhrif.
Platan samanstendur af 18 lögum. Hún byrjar á litlum stelpum segjandi you´re so ugly og það liggur við að Ant ofnoti þessa litlu leikþætti um almennan ljótleika. Þetta er persónuleg plata og í staðinn fyrir að rappa um byssur rappar Slug um vandamál í samböndum sínum við grúppíur og kærustur. Lucy á ennþá smá hlutverk í lífi hans og lagið F*@ck you Lucy er með ljúfri laglínu en mjög hörðum texta eins og nafnið gefur til kynna. I wanna say fuck you because I still love you/ No, I'm not okay, and I don't know what to do. Slug virkar mjög reiður í gegnum alla plötuna en það er samt stutt í hæðnistóninn og þá koma þessir litlu leikþættir inn ... You waiting for slug? Oh my god, he is so ugly! Ant er frábær lagasmiður og á hverja snilldina á fætur annarri á Godlovesugly og er platan í heildina áhrifaríkt ferðalag í gegnum tónlistarsöguna og tilfinningaskala Slug. Í laginu Hair fær maður frábæra sýn á hiphoppheiminn og Slug reynir að sannfæra hlustandann um að rapparar eiga ekki grúppíur og að hann sé í rauninni ekkert æði en svo í langbesta lagi plötu plötunnar Modern Man's Hustle er hann orðinn kyntáknið aftur. Viðlagið er eitt það skemmtilegasta og virkar enn í dag fimm árum eftir útgáfu plötunnar. Þetta er plata sem ég hélt að myndi slá aðeins betur í gegn en hún gerði og er Slug ennþá undirheimaindírappari en núna með fleiri plötur undir beltinu.
Tónlist | 26.3.2007 | 09:20 (breytt kl. 09:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tall Firs er hljómsveit frá Brooklyn
Tall Firs er á samning hjá plötufyrirtæki Thurston Moore (Sonic Youth)
Tall Firs byrjaði 1990
Tall Firs inniheldur 3 meðlimi Aaron, Dave og Ryan
The Woods er lag sem gæti hafa verið samið árið 93, þegar Psycadelic indí senan var upp á sitt besta, hljómsveitir á borð við The Jesus and Mary Chain, Slint, Bedhead gerðu allt vitlaust með epískum gítarhljómum og drafandi söng sem minnti á þekktan miðbæjar róna þegar hann söng "ég fer í fríið". Lagið byrjar á fallegri gítarlínu sem minnir mig einkennilega á Caught a Light Sneeze með Tori Amos. Raddir Aaron og Dave byrja "Got into the car, you know we wont go far" syngja þeir saman í takt við gítarmelódíuna, svo koma trommurnar hægt inní en láta meira á sér kræla því lengur sem líður á lagið. Í allri gítarafskræmingunni (sem er til góðs hér) og trommuhávaðanum þá virkar lagið sem fallegt og ljúfsárt lag um það sem gerist á bak við trén í skóginum Alveg smellið lag að mínu mati
Alaska Sig
Tónlist | 23.3.2007 | 15:39 (breytt 26.3.2007 kl. 09:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Uppklapp samanstendur af hópi fólks sem hefur áhuga á tónlist og vill tala um tónlist á opnum grundvelli. Fyrsta verkefni hópsins verður að fara á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem flest allir Íslendingar þekkja vel til í dag.
Allar upplýsingar um hátíðina má finna hér og mælum við með því að þeir sem hafa bíl til umráða og áhuga á tónlist skelli sér vestur og njóti náttúrunnar með okkur.
Verið velkomin á uppklapp.
Tónlist | 23.3.2007 | 11:59 (breytt kl. 12:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)