Brakes - Give Blood

Brakes
Give Blood

Give Blood

Brakes saman stendur af þeim Eamon Hamilton (gítar og söngur) Marc Beatty (bassi) Alex White (trommur) og Tom White (gítar) Bandið var stofnað 2002 en á þeim tíma voru þeir allir í öðrum hljómsveitum á meðan þeir voru að koma fram sem Brakes.

Árið 2002 spilaði Eamon á Grand Rokk við undirleik Georgs og Orra úr Sigur Rós. Þau lög komu svo seinna út á plötu Brakes ,Give Blood.  Eamon var þá einnig í British Sea power, en vegna mikilla anna beggja hljómsveita varð hann að gera upp hug sinn í hvoru bandinu hann vildi vera og varð Brakes fyrir valinu. Sem er kannski ekki furða því Eamon er forsprakki Brakes en kom einungis inn í British Sea Power seinna á þeirra ferli.Ég fór fyrst að fylgjast með þessum drengjum og þá aðalega Eamon árið 2000 þegar ég sá hann spila í lítilli barholu í Brighton, sem varð eftir það ein af mínum uppáhalds hljómsveitum, Brighter Lunch, sem því miður leystist upp vegna ólíkra áætlana hljómsveitarmeðlima. En frá þeim tíma hef ég fylgst með ferðalagi hans í frumskógi tónlistarbransans. Hann hefur svo sannarlega staðið undir væntingum því Brakes er undraverð, hrá og hreinskilin eðal grúppa. Þeir hljóma eins og ekkert annað en þeir sjálfir, sem er sjaldgæft þessa dagana og er líklega vegna þess að þeir eru ekkert að fínpússa neitt og koma til dyrana naktir ef þannig stendur á hjá þeim.

Give Blood var tekin upp og hljóðblönduð í Nashville á einni viku!! Sem er kannski ekki frásögur færandi þar sem fyrri plata þeirra Beatific Vicions var tekin upp og fullgerð á EINUM degi og var það ekki að vefjast fyrir þeim þar sem þeir þekktu lögin sín inn og út eftir 18 mánaða stanslausan túr. Það eina sem þurfti að taka upp aftur var kjöltugítarinn eða á góðri ensku, lap-steel.

Give Blood er 16 laga plata stútfull af kántrískotnu pönki þar sem húmor og drama í texta og tónsmíði blandast saman á óskiljanlega ánægulegan máta.Lagið NY pie er hreint og beint kántrílag með svo gleðilegum takti og hlægilegum texta að manni er farið að verkja í kinnarna og hossa sér ósjálfrátt í sætinu.Pick up the phone  er hugsanlega stysta lag rock sögunnar, aðeins 30sek af pirring....afhverju í fjandanum geturu ekki svarað símanum!! I can´t stand to stand beside you, þá eru Brakes menn að sýna á sér aðeins myrkari hlið, harðari taktur og meira pönk. Sumt fólk er bara ógeðslegt og siðblint!!You´ll always have a place to stay nær fullkomnlega rólegri eftirpartý stemmingu sem er að líða undir lok... /we´ll go out drinking, taking cocain/ try to forget/ get high to forget/we´ll go out dansing somewhere underground..../You´ll always have a place to stay 

Það er ekki nokkur leið að ákveða í hvaða skapi maður er í þessar 28.8 mínútur af hlustun. Þessi plata kítlar geðklofann í okkur öllum.   

ST

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband