Tall Firs - The Woods

Tall FirsTall Firs er hljómsveit frá Brooklyn
Tall Firs er á samning hjá plötufyrirtæki Thurston Moore (Sonic Youth)
Tall Firs byrjaði 1990
Tall Firs inniheldur 3 meðlimi Aaron, Dave og Ryan

The Woods er lag sem gæti hafa verið samið árið 93, þegar Psycadelic indí senan var upp á sitt besta, hljómsveitir á borð við The Jesus and Mary Chain, Slint, Bedhead gerðu allt vitlaust með epískum gítarhljómum og drafandi söng sem minnti á þekktan miðbæjar róna þegar hann söng "ég fer í fríið". Lagið byrjar á fallegri gítarlínu sem minnir mig einkennilega á Caught a Light Sneeze með Tori Amos. Raddir Aaron og Dave byrja "Got into the car, you know we wont go far" syngja þeir saman í takt við gítarmelódíuna, svo koma trommurnar hægt inní en láta meira á sér kræla því lengur sem líður á lagið. Í allri gítarafskræmingunni (sem er til góðs hér) og trommuhávaðanum þá virkar lagið sem fallegt og ljúfsárt lag um það sem gerist á bak við trén í skóginum Alveg smellið lag að mínu mati

Alaska Sig

MYSPACE 

MP3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hljómar vel það sem er á Myspace síðunni, þarf að tékka betur á þessu...takk.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.3.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband